fbpx

Verktakar

Áreiðanleg
Verkskráning

Verktakar eru stór hluti notenda í Tímon og nýta sér mikið rauntímaskráningu, með eða án verkskráningar. Meðal annars geta starfsmenn stimplað sig inn og verkskráð í gegnum snjallsíma og skráist þá um leið GPS staðsetning tækisins í Tímon, bæði við inn- og útstimplun. Viðmótið er einfalt og sveigjanlegt í senn. Verktökum er mikilvægt að fylgjast vel með framlegð á verkum ásamt yfirvinnukostnaði. Vinnuskýrslur úr Tímon er svo hægt að nota við útskuldun reikninga. 

 

Ýmsir skráningarmöguleikar

Hægt að nota ýmsar skráningarleiðir, m.a. app með staðsetningu, stimpilklukku eða kortaskanna. 

Verkskráning

Einfalt að verkskrá á mismunandi verk og verkþætti og halda þannig utan um kostnað og tíma

Snjallsímaskráning með GPS

Starfsmenn geta stimplað sig inn og verkskráð með appi snjallsímanum. Í Tímon birtist kort sem sýnir hvar starfsmaðurinn var við inn- og útstimplun

Kostnaður við verk

Hægt að sjá raunverulegan launakostnað á verkum og framlegð á verkum. Auðveldar tilboðsgerð framtíðarinnar.

Stjórnendaupplýsingar

Aðgengilegar heildartölur fyrirtækis varðandi mannauð i rauntíma – stjórnendur fylgjast með veikindarétti, orlofsstöðu, starfsmannaveltu og stöðugildum.

Mötuneyti

Eru mötuneytisskráningarnar tímafrekar og óskilvirkar? Með Tímon Mötuneyti geta starfsmenn skráð á sig mat eða aðrar vörur og kostnaður er svo dreginn af launum.  

Við leysum
vanda­málin

Hjá Tímon koma verktakafyrirtæki ekki að tómum kofanum því við höfum gríðarlega reynslu af innleiðingum, þekkingu á kjarasamningum og lumum á góðum ráðum úr bransanum sem nýtast öllum launafulltrúum. Hjá Tímon starfa meðal annars tveir launafulltrúar úr verktakabransanum sem þekkja vel hvaða áskoranir verktakar standa frammi fyrir þegar kemur að utanumhaldi á tímum og verkum.

Talaðu við okkur

Við erum alltaf tilbúin til að tækla vandamálin svo að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig máli í þínum rekstri

Leitaðu ráða á öðrum sviðum

„Það sem skiptir einna mestu máli er gott yfirlit yfir viðveru og fjarveru. Að vera með kerfi sem styður m.a. við sveigjanlegan vinnutíma, veitir yfirsýn yfir tímanotkun og gerir starfsfólki kleift að sjá eigin orlofsstöðu í rauntíma.”

„Hröð starfsmannavelta, mikið utanumhald um vaktir og dreifð starfsemi einkenna verslunargeirann. Hér skiptir miklu máli að hafa góða yfirsýn yfir launakostnað og rekstur. Tímastjórnun og skilvirkt upplýsingaflæði gera flókna hluti einfalda.”

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by