
Við fengum fyrirspurn um hópstimplun frá fyrirtæki sem ætlar að loka hjá sér eftir hádegi og gefa starfsmönnum frí. Þau vildu vita hvernig væri hægt að búa til stimplun á alla starfsmenn.
Það er hægt með hópstimplun sem er að finna neðst í flipanum Starfsmenn. Valinn er viðkomandi hópur eða allir starfsmenn, smellt á Leita og farið neðst á síðuna. Þar undir Hópstimplun er valin dagsetning og tími á innstimplun og á útstimplun.
Næst er viðeigandi tegund valin. Til að velja hverja á að stimpla inn er hægt að smella á Snúa inn og Snúa út, þá er búið að haka í alla starfsmenn á listanum. Ef á að undanskilja einhverja starfsmenn þarf að haka úr hjá þeim. Loks er smellt á Hópstimplun.
Njótum dagsins, vinnandi sem og í fríi.