fbpx

Verslun

Betri
yfir­sýn

Tímon hentar verslunargeiranum sérstaklega vel, jafnt smærri verslunum sem stórum. Verslanir þurfa lausn sem er þægileg í notkun, uppfyllir réttindi og kjarasamninga VR og styður við margar starfsstöðvar.

Kostnaðaraðhald er mikilvægt, kerfið verður að vera notendavænt og að möguleiki sé á að ná sambandi við vanan ráðgjafa ef þörf er á. Launakostnaður er jafnan stór kostnaðarliður og oft talsverð starfsmannavelta. Utanumhald vakta og verkefni því tengd verða þess vegna að ganga hratt og vel. Hér skiptir öllu máli að fylgjast vel með áður en kemur að launauppgjöri og bera saman lykiltölur hjá mismunandi deildum, eins og veikindi og starfsmannaveltu.

Fjölbreyttar skráningarleiðir

Hægt að nota ýmsar skráningarleiðir, m.a. fingrafaraskanna, stimpilklukku eða kortaskanna

Fyrir mannauðsstjóra

Tól fyrir mannauðsstjóra til að fylgjast með þróun veikinda, veikindarétti, orlofsréttindum og starfsmannaveltu.

 

Vaktaplan

Í Tímon Vaktaplani er hægt að skipuleggja vaktir starfsfólks, hvort sem þær eru óreglulegar eða reglulegar. Hægt er að áætla launakostnað samkvæmt vaktaplani og fá þannig enn betri yfirsýn yfir reksturinn. Starfsfólk getur fengið að skiptast á vöktum með leyfi yfirmanna. 

Viðvera og fjarvera

Einfalt að halda utan um veikindi og aðra fjarveru. Starfsfólk getur sótt um orlof eða launalaust leyfi. 

Samanburður lykiltalna

Samanburður milli starfsstöðva, t.d. starfsmannavelta, veikindi og yfirvinna – stjórnendur sjá daglega hvert launakostnaður stefnir

Stytting vinnuviku

Hægt að fylgjast með og mæla veikindi, viðveru, framlegð verka fyrir og eftir styttingu vinnuviku. Hvernig veistu hvort þú ert að ná markmiðum með breytingu?

Láttu okkur um
vanda­málin

Hér vinna tvær mjög öflugar konur sem báðar hafa reynslu sem launafulltrúar og þekkja því mjög vel til kjarasamninga og séraðstæðna í smásölu. Hér kemur saman mikil reynsla af innleiðingum hjá verslunarfyrirtækjum, bæði hjá kaupmanninum á horninu og alþjóðlegum verslunarkeðjum

Talaðu við okkur

Við erum alltaf tilbúin til að tækla vandamálin svo að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig máli í þínum rekstri

// Aðalheiður – Tímon ráðgjafi

// Fanney – Viðskiptastjóri Tímon

Leitaðu ráða á öðrum sviðum

,,Fyrirtæki í framleiðslu vinna eftir nokkuð margslungnum kjarasamningareglum og nýta sér þá gjarnan möguleikann á að láta Tímon reikna bónus- og álagsgreiðslur auk fatapeninga svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðaraðhald er mikilvægt og yfirvinnu er haldið í lágmarki með hjálp Tímon. .“

„Að vera með kerfi sem styður m.a. við sveigjanlegan vinnutíma, veitir yfirsýn yfir tímanotkun og gerir starfsfólki kleift að sjá eigin orlofsstöðu í rauntíma. Skýrt utanumhald í tímaskráningu eykur til muna alla yfirsýn og sparar mikinn tíma. Hér höfum við mikla reynslu, við þekkjum þetta.“

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by