fbpx

Skrifstofa

Skýrt
utanumhald

Tímon býður upp á sveigjanleika og styður á einfaldan hátt við mismunandi þarfir. Fyrir skrifstofur skiptir miklu máli að hafa gott yfirlit yfir viðveru og fjarveru í rauntíma. Móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hverjir eru við, hvenær aðrir eru væntanlegir og skráða fjarveru starfsmanna. Starfsmenn geta sótt um orlof og yfirmenn hafa mjög skýra sýn yfir orlofsmálin. 

Viðvera

Móttakan er með fullkomna yfirsýn yfir starfsfólkið, hver eru í vinnu, á fundi, við tölvuna eða í orlofi og hvenær eru þau væntanleg aftur. Hægt að tengja við Outlook svo fundarskráningar séu sýnilegar í Tímon.

Orlofsmálin í föstum farvegi

Starfsfólk sér eigin orlofsstöðu í rauntíma – Starfsfólk getur sjálft sótt um orlof í gegnum Tímon og þannig er auðvelt að skipuleggja orlof og mönnun, m.a. yfir sumartímann. 

Sveigjanlegur vinnutími

Stuðningur við sveigjanlegan vinnutíma – yfirsýn yfir viðveru: Hvaða starfsmenn koma seint og fara snemma eða öfugt?

Stytting vinnuvikunnar

Góð yfirsýn, hægt að mæla veikindi, viðveru, og framlegð verka fyrir og eftir styttingu vinnuviku. Hvernig veistu hvort þú ert að ná markmiðum með breytingu? 

Nákvæmni í verkskráningum

Verkskráning til að þekkja kostnað á innri verkum, ekki aðeins fyrir útseld verkefni heldur einnig dagleg verkefni á skrifstofunni. Mæling á framlegð verkefna. 

Aðgengilegar upplýsingar

Tól fyrir mannauðsstjóra til að fylgjast með orlofsréttindum, starfsmannaveltu, veikindarétti og þróun veikinda. 

Láttu okkur um
vanda­málin

Þær Fanney og Þórunn hafa áratuga reynslu af innleiðingum, bæði þegar verið er að innleiða tímaskráningarkerfi í fyrsta sinn og þegar verið er að færa úr öðrum kerfum yfir í Tímon. Hjá þeim stöllum fer saman mikil reynsla af verkefnastýringu og haldgóð starfsreynsla sem nýtist vel.

Talaðu við okkur

Við erum alltaf tilbúin til að tækla vandamálin svo að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig máli í þínum rekstri

// Fanney Ásta – Forritari

// Þórunn – Sviðstjóri Tímon 

Leitaðu ráða á öðrum sviðum

„Það verður að vera auðvelt að fylgjast með framlegð á verkum ásamt kostnaði við yfirvinnu. Upplýsingarnar verða að vera til taks þegar þú þarft á þeim að halda.“

„Hröð starfsmannavelta, mikið utanumhald um vaktir og dreifð starfsemi einkenna verslunargeirann. Hér skiptir miklu máli að hafa góða yfirsýn yfir launakostnað og rekstur. Tímastjórnun og skilvirkt upplýsingaflæði gera flókna hluti einfalda.“

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by